Við þurfum að ræða Evrópusambandið

Staðsetning

, .
desember 5, 2019
kl. til .


Við þurfum að ræða um evrÓpusambandið(1)

Kæru félagar
Baráttan fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu er langhlaup sem krefst úthalds og seiglu.

Eins og þið hafið eflaust orðið vör við hefur umræðan um aðild Íslands að Evrópusambandinu, bæði hjá stjórnmálaflokkunum sjálfum og fjölmiðlum, verið lítil undanfarið. Því viljum við í stjórn Já Ísland breyta. Við viljum ræða kosti og galla aðildar Íslands að Evrópusambandinu með upplýsandi umfjöllun þannig að almenningur geri sér betur grein fyrir því hvað aðild felur í sér.

Fyrsta skrefið í þá átt er hádegisverðafundur sem haldinn verður á Grand hótel, þriðjudaginn 10. október milli 12:00 og 13:15, undir yfirskriftinni „Við þurfum að ræða Evrópusambandið – Hvar standa stjórnmálaflokkarnir?”. Kíktu í súpu og brauð með okkur og heyrðu hvað fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram í þessum alþingiskosningum hafa að segja um Evrópusambandið. Hlökkum til að sjá þig! Þetta er rétt að byrja!

Kv, Stjórn Já Ísland

Haraldur Flosi nýr formaður

Staðsetning

, .
desember 5, 2019
kl. til .


Já Ísland hélt aðalfund sinn í dag.

Á fundinum var farið yfir starf liðins árs og rætt um starfsemina á komandi ári. Fram kom að erindi Íslands við Evrópu og aðild að Evrópusambandinu hefur aldrei verið brýnna. Mikilvægt er að efla samvinnu á tímum vaxandi þjóðernishyggju beggja vegna Atlantsála.

Jón Steindór Valdimarsson, sem hefur verið formaður frá upphafi, eða í rúm 7 ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Nýr formaður var kjörinn Haraldur Flosi Tryggvason lögmaður. Hann er með framhaldsmenntun á sviði Evrópuréttar og MBA gráðu.

Í stjórn voru kosin:
Daði Rafnsson, Dóra Sif Tynes, Ívar Ingimarsson og Jóhannes Benediktsson.

Í stjórnina voru auk þess tilnefnd:
Guðrún Elín Herbertsdóttir fyrir Bjarta framtíð, G. Pétur Matthíasson fyrir Evrópusamtökin, Dagbjört Hákonardóttir fyrir Samfylkinguna, Gunnar Hörður Garðarsson fyrir Unga Evrópusinna og Sigrún Ingibjörg Gísladóttir fyrir Viðreisn.

Þá var kjörið framkvæmdaráð en það skipa:

Agnar H. Johnson
Albertína Elíasdóttir
Anna Margrét Guðjónsdóttir
Arna Lára Jónsdóttir
Arndís Kristjánsdóttir
Árni Björn Guðjónsson
Árni Finnsson
Árni Zophoniasson
Ásgeir Runólfsson
Baldur Dýrfjörð
Baldur Þórhallsson
Baldvin Jónsson
Bergur Ebbi Benediktsson
Bergþór Skúlason
Birna Hreiðarsdóttir
Bjarni Þór Sigurðsson
Björn B. Björnsson
Björn G. Ólafsson
Bolli Héðinsson
Bragi Skaftason
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
Brynhildur Pétursdóttir
Davíð Stefánsson
Einar Gunnarsson
Ellisif Tinna Víðisdóttir
Elvar Örn Arason
Finnur Pálmi Magnússon
G. Pétur Matthíasson
Gísli Baldvinsson
Gísli Hjálmtýsson
Grímur Atlason
Guðbjörn Guðbjörnsson
Guðjón Sigurbjartsson
Guðmundur Gunnarsson
Guðmundur Steingrímsson
Guðrún Pétursdóttir
Gunnar Tryggvason
Gunnar Þórðarson
Gylfi Zoega
Halldóra J. Rafnar
Hanna Katrín Friðriksson
Hans Kristján Guðmundsson
Haraldur Ó. Tómasson
Helga Vala Helgadóttir
Helga Valfells
Helgi Hákon Jónsson
Helgi Jóhann Hauksson
Helgi Magnússon
Helgi Pétursson
Hilmar V. Pétursson
Hlíf Steingrímsdóttir
Hörður Unnsteinsson
Höskuldur Einarsson
Jón Karl Helgason
Jón Kr Óskarsson
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson
Kalla Björg Karlsdóttir
Katrín Ólafsdóttir
Katrín Þorvaldsdóttir
Kristín Pétursdóttir
Kristján B. Ólafsson
Leifur Björnsson
Lúðvík Emil Kaaber
Magnús Ólafsson
Margrét Guðmundsdóttir
Margrét Kristmannsdóttir
María Kristín Gylfadóttir
Már Viðar Másson
Oddný G. Harðardóttir
Ómar Már Jónsson
Óttarr Ólafur Proppé
Pawel Bartoszek
Páll Rafnar Þorsteinsson
Pétur Gunnarsson
Pétur J. Eiríksson
Pétur Óskarsson
Saga Garðarsdóttir
Sandra Berg Cepero
Sema Erla Serdar
Signý Sigurðardóttir
Sigríður Ágústa Ásgrímsdóttir
Sigrún Gísladóttir
Sigurður H. Einarsson
Sigurður Kaiser
Sigurður Sigurbjörnsson
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
Svana Helen Björnsdóttir
Sveinn Hannesson
Sverrir Arngrímsson
Sæmundur E. Þorsteinsson
Tótla I. Sæmundsdóttir
Úlfar Hauksson
Valborg Ösp Á. Warén
Vilborg Einarsdóttir
Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Þorsteinsson
Vilmundur Jósefsson
Þorkell Helgason
Þorsteinn Pálsson
Þórður Áskell Magnússon
Þórður Magnússon

 

Aðalfundur 2016

Staðsetning

, .
desember 5, 2019
kl. til .


Já Ísland heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 15. desember 2016, kl. 17.30.

Fundurinn verður í fundarsal Já Ísland að Síðumúla 8, 2. hæð.

Dagskrá:

Skýrsla um liðið starfsár
Kjör stjórnar
Kjör framkvæmdaráðs
Starfið framundan og önnur mál

Allir félagsmenn hjartanlega velkomnir

Gróðrarstía mismununar

Staðsetning

, .
desember 5, 2019
kl. til .


Atburðarás síðustu daga hefur afhjúpað með skýrum og átakanlegum hætti eina skuggahlið þess að ríghalda í örmyntina íslensku krónuna.

Krónan okkar stenst illa og alls ekki á köflum þrjú meginskilyrði þess sem alvörugjaldmiðill þarf að uppfylla sem er að vera mælieining og geymsla verðmæta, auk þess gjaldgeng í alþjóðaviðskiptum. Þessi vankantar leiða til þess að þeir sem geta skjóta sér undan krónunni sem best þeir geta og leita til annarra mynta sem uppfylla betur þessi skilyrði. Það er þó ekki endilega samasem merki á milli þess og að vilja leyna eignum eða víkja sér undan skatti þó það fari vissulega oft saman, því miður.

Þessir ágallar krónunnar eru, voru og verða ávallt uppspretta og gróðarstía fyrir mismunun, óréttlæti og spillingu. Til viðbótar bjaga þeir starfsskilyrði atvinnulífsins og valda því að gengi krónunnar ræður meiru um afkomu en eiginlegur rekstur. Það getur ekki verið eðlilegt ástand.

Traust og trú á því að allir sitji við sama borð og innviðir séu í lagi er forsenda þess að nokkur leið verði til að ná þokkalegri sátt um leikreglur samfélagsins – krónan getur aldrei verið hluti af þeirri mynd.

Jón Steindór Valdimarsson
formaður Já Ísland

Hátíð í bæ

Staðsetning

, .
desember 5, 2019
kl. til .


Já Ísland óskar félagasfólki og öllum velunnurum sínum gleðilegrar hátíðar og þakkar fyrir samstarf og stuðning á liðnu ári.

Saman lítum við framtíðina björtum augum og vegferð okkar til árangurs í Evrópumálum höldum við ótrauð áfram.

malid1

Grikkir – leiksoppar eða gæfusmiðir

Staðsetning

, .
desember 5, 2019
kl. til .


Grikkland hefur átt við mikinn vanda að etja. Sitt sýnist hverjum um orsakir, afleiðingar og viðbrögð. Gríski vandinn er ekki bara viðfangsefni Grikkja sjálfra heldur alls Evrópusambandsins.

Já Ísland hefur fengið þá dr. Ásgeir Brynjar Torfason, lektor við HÍ og Þorbjörn Þórðarson lögfræðing og fréttamann á Stöð2 til þess að reyfa málið á opnum fundi.

Að lokinni framsögu verða fyrirspurnir og umræður.

Fundarstaður og tími:  Kex hostel, þriðjudaginn 20. október kl. 17:30 – 19.

Fundarstjóri verður Hulda Gísladóttir, mannfræðingur og MBA

Aðalfundur 2015 – viðhorf stjórnmálaflokkanna

Staðsetning

, .
desember 5, 2019
kl. til .


Já Ísland heldur aðalfund sinn miðvikudaginn 30. september 2015, kl. 17.30.
Fundurinn verður á Hótel Hilton Reykjavík Nordica að Suðurlandsbraut 4, salur F&G.

Fundarstjóri: G. Pétur Matthíasson

Dagskrá:

Fulltrúar stjórnmálaflokka á Alþingi kynna viðhorf sín til aðildar Íslands að ESB, stöðunnar, þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið og hvað er framundan.

Þessi taka til máls:

  • Vigdís Hauksdóttir, Framsóknarflokkur
  • Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokkur
  • Árni Páll Árnason, Samfylkingin
  • Katrín Jakobsdóttir, Vinstrihreyfingin – grænt framboð
  • Óttarr Proppé, Björt framtíð
  • Helgi Hrafn Gunnarsson, Píratar

Að loknum þessum dagskrárlið, um kl. 18.30
hefjast hefðbundin aðalfundarstörf og lýkur þeim um kl. 19:

  • Skýrsla um liðið starfsár
  • Kjör stjórnar
  • Kjör framkvæmdaráðs
  • Starfið framundan og önnur mál

Fundurinn á Facebook

Framhaldið í dóm þjóðarinnar

Staðsetning

, .
desember 5, 2019
kl. til .


thjodFyrir Alþingi liggur tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Tillagan er lögð fram af stjórnarandstöðunni í beinu framhaldi af bréfaskriftum utanríkisráðherra til Evrópusambandsins um stöðu Íslands sem umsóknarríkis.

Já Ísland hefur sent utanríkismálanefnd umsögn um tillöguna og lýst eindregnum stuðningi við hana. Þar segir m.a:

„Já Ísland vill aðild Íslands að Evrópusambandinu. Til þess að svo geti orðið þarf að leiða samningaviðræður við Evrópu­sambandið til lykta og bera síðan aðildarsamning undir dóm þjóðarinnar. …

Fyrirætlan ríkisstjórnarinnar um að slíta viðræðum við Evrópusambandið gengur þvert gegn gefnum loforðum og kröfum um aðkomu þjóðarinnar að þessu mikilvæga máli.

Alþingi og ríkisstjórn ber skylda til þess að stíga varlega til jarðar og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að ná fram sáttum.

Til þess er bara ein leið fær – að leggja málið í dóm þjóðarinnar.“

Umsögnin í heild sinni.

Gerræði ríkisstjórnar Íslands mótmælt

Staðsetning

, .
desember 5, 2019
kl. til .


iceland-crowdJá Ísland fordæmir þá fádæma vanvirðingu sem ríkisstjórn Íslands sýnir þingi og þjóð með framgöngu sinni í Evrópumálum síðustu daga.

Fyrir síðust kosningar voru gefin skýr og afdráttarlaus loforð um aðkomu þjóðarinnar að málinu. Þau loforð hafa verið svikin.

Ríkisstjórnin gerði tilraun til þess að slíta umsóknarferli Íslands með þingsályktunartillögu fyrir ári síðan. Ekki tókst að koma þeirri tillögu í gegnum þingið og 53.555 Íslendingar kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald málsins. Það eru rúm 20% kosningabærra Íslendinga.

Í stað þess að verða við kröfunni um þjóðaratkvæði og standa við eigin loforð var að nýju boðuð þingsályktunartillaga sem yrði lögð fyrir þing á þessum vetri. Það fullyrtu forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra. Á þeim var enginn bilbugur.

Nú hefur komið í ljós að þessar yfirlýsingar voru fals eitt. Í stað þess að standa við þær var ákveðið að afhenda bréf. Bréf sem enginn vissi um nema ríkisstjórnin ein. Með þessu voru þingið og þjóðin blekkt með ósvífnum hætti. Ríkisstjórnin gerir með þessu tilraun til þess að fara á svig við eðlilegar leikreglur siðaðs samfélags – sem betur fer er tilraunin klámhögg sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar, forseti Alþingis og formaður utanríkismála­nefndar hafa hver sinn skilning á og Evrópusambandið skilur alls ekki.

Til þess að mótmæla þessu gerræði á kostnað lýðræðisins hvetur Já Ísland alla til þess koma saman á Austurvelli sunnudaginn 15. mars kl. 14.

Samningsstaða veikt – hvers vegna?

Staðsetning

, .
desember 5, 2019
kl. til .


AndresÞessa dagana velta margir vöngum yfir fyrirætlan stjórnvalda um að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Fólk spyr til hvers það sé gert og hvaða tilgangi það þjóni. Einn þeirra er Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, en grein eftir hann birtist í dag í Fréttablaðinu (20.01.2015).

Andrés veltir fyrir sér áhrifum viðræðuslita á EES-samninginn, yfirstandi viðræður Norðmanna, Íslendinga og Liechtensteina við ESB í Þróunarsjóð EFTA. Hann bendir á að með því að slíta viðræðum sé Ísland að vekja samningsstöðu sína að óþörfu. Hann segir m.a:

„Strax árið 1994 þegar EES-samningurinn gekk í gildi þurftu EES-löndin, Noregur, Ísland og Liechtenstein, að greiða gjald í svokallaðan Þróunarsjóð EFTA. Sjóðurinn hefur verið notaður til að styrkja verkefni í fátækari ESB-löndunum. Á fimm ára fresti hefur síðan þurft að semja upp á nýtt og hafa þessar greiðslur farið stigvaxandi. Síðasta samkomulag rann út í apríl í fyrra og ekki hefur tekist að ná nýju samkomulagi því ESB hefur sífellt hækkað verðmiðann.“

Grein Andrésar í heild sinni á visir.is