Þjóðaratkvæðagreiðslur í Evrópu

Staðsetning
Þjóðminjasafnið
Suðurgötu 41, 101 Reykjavík.
nóvember 5, 2010
kl. 12:15:00 til 13:30:00.


Mannréttindastofnun og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands standa á morgun, föstudaginn 5. nóvember, fyrir fundi um þjóðarfrumkvæði og þjóðaratkvæðagreiðslur í Evrópu.

Bruno Kaufmann, forseti Evrópustofnunar um þjóðarfrumkvæði og þjóðaratkvæðagreiðslur, mun ræða hvað felst í þjóðarfrumkvæði og Ann-Cathrine Jungar, dósent við Södertörn háskólann í Svíþjóð, fjallar um þróun á þjóðaratkvæðagreiðslum í Evrópuríkjum.

Fundarefnið er afar áhugavert fyrir okkur Íslendinga í ljósi þeirrar miklu umræðu sem skapaðist um þá ákvörðun forseta Íslands að vísa Icesave-samningum til þjóðarinnar í byrjun ársins og ekki síður í ljósi málflutnings þeirra sem eru mótfallnir því að íslenska þjóðin fái tækifæri til að greiða atkvæði um aðildarsamning við Evrópusambandið.

Fundarstjóri er Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.

Fundurinn fer fram í fundarsal Þjóðminjasafnsins frá kl. 12.15-13.30, hann fer fram á ensku  og er öllum opinn.