15 ára reynsla Svíþjóðar og Finnlands

Staðsetning
Þjóðminjasafnið
, 101 Reykjavik.
október 15, 2010
kl. 09:00:00 til 18:00:00.


Næstkomandi föstudag, 15. október, standa Alþjóðamálastofnun og Rannsóknasetur um smáríki fyrir viðamiklu málþingi í tilefni af því að 15 ár eru liðin frá því að Finnland og Svíþjóð gengu í Evrópusambandið.

Fjallað verður um reynslu þessara þjóða af aðildinni og stöðu smáríkja innan sambandsins, auk þess sem sérstaklega verður rætt um málefni dreifbýlis og landbúnaðar.

Meðal fyrirlesara eru fjölmargir fræðimenn frá Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi en að auki taka aðilar frá bændasamtökunum, Alþingi, ASÍ og íslensku samninganefndinni þátt í dagskránni.

Málþingið, sem er skipulagt í samvinnu við Evrópufræðasetrið í Svíþjóð og Alþjóðamálastofnun Finnlands, fer fram í fundarsal Þjóðminjasafnsins og er öllum opið. Það hefst kl. 9.00 og stendur til kl. 17.00.