Áhrif þingmanna smáríkja á Evrópuþinginu

Staðsetning
Háskóli Íslands/Háskólatorg/102
Sæmundargata 4, 101 Reykjavík. ( Sjá kort )
mars 2, 2011
kl. 12:30:00 til 13:45:00.


Diana Wallis varaforseti Evrópuþingsins flytur fyrirlestur á vegum  Alþjóðamálastofnunar HÍ, Rannsóknaseturs um smáríki og Lagastofnunar HÍ, miðvikudaginn 2. mars kl.12.30 á Háskólatorgi.

Fyrirlesturinn kallar hún: Voices off? The impact of MEPs from small states in a post-Lisbon European Parliament eða Áhrif þingmanna smáríkja á Evrópuþinginu í kjölfar Lissabon sáttmálans.

Áhrif Evrópuþingsins hafa styrkts með tilkomu Lissabon sáttmálans. Diana gerir grein fyrir því hvaða áhrif þessi breyting hefur haft á störf fulltrúa smáríkja innan Evrópusambandsins.

Diana Wallis hefur setið á Evrópuþinginu síðan 1999 og verið varaforseti þingsins í rúm þrjú ár. Hún hefur ávallt verið mjög áhugasöm um Norðurslóðir og var kjörin forseti þingnefndar Evrópuþingsins gagnvart Íslandi, Noregi, Sviss og EES þingnefndinni í september 2004 en því embætti gegndi hún til september 2007. Hún situr enn í nefndinni.

Fundarstjóri er Elvira Mendez Pinedo, prófessor í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku.