Arabíska vorið og Evrópusambandið

Staðsetning
Háskóli Íslands / Oddi 201
Sturlugata 3, 101 Reykjavík.
september 23, 2011
kl. 12:00:00 til 13:00:00.


Arabíska vorið og Evrópusambandið

Föstudaginn 23. september 2011, Oddi 201, frá kl. 12-13

Hluti af Evrópu liggur að Miðjarðarhafi og í gegnum aldirnar hafa verið mikil samskipti milli stranda í norðri og suðri. Engu að síður komu átökin, sem hófust í Norður-Afríku  og breiddust hratt út í Mið-Austurlöndum, Evrópusambandinu á óvart. Þó að viðbrögðin hafi framan af verið ósamhljóma þá hefur sambandið stig af stigi endurskoðað stefnuna til að geta brugðist við þessu atburðum . Nú er kallað eftir stuðningi Evrópusambandsins við þessi ríki í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum sem mögulegast eru að þróast í átt að auknu lýðræði.  En hefur Evrópusambandið áhuga á og getu til að taka þátt í að skapa nýja ásýnd við Miðjarðarhafið?  Rosa Balfour, fræðimaður og ráðgjafi við European Policy Centre í Brussel í Belgíu

Fundarstjóri er Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur

—-

EVRÓPA – samræður við fræðimenn

Alþjóðamálastofnun og Rannsóknarsetur um smáríki við Háskóla Íslands standa fyrir vikulegri hádegisfundaröð á haustmisseri. Erlendir fræðimenn kynna rannsóknir sínar. Að auki fléttast inn í fundaröðina málstofur í samvinnu við aðra aðila. Fundirnir fara fram í Odda 201 frá kl. 12-13 á föstudögum í vetur, nema annað sé tekið fram.