Áskoranir Evrópusambandsins

Staðsetning
Háskóli Íslands, Lögberg 101
Suðurgata, 101 Reykjavík. ( Sjá kort )
febrúar 3, 2012
kl. 12:00:00 til 13:00:00.


Föstudaginn 3. febrúar heldur Anna Jardfelt, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Svíþjóðar, erindi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um þær áskoranir sem Evrópusambandið stendur nú frammi fyrir.

Í tilkynningu frá Alþjóðamálastofnunar kemur eftirfarandi fram: „Hlutverk þess sem leiðandi afls í alþjóðasamfélaginu hefur veikst vegna fjármálakreppunnar og þeirrar valdatogstreitu sem er til staðar innan sambandsins. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir smærri ríki? Munu raddir þeirra heyrast í Evrópusamstarfinu? Er raunhæft að ætla að Evrópusambandið muni áfram vera afgerandi á alþjóðasviðinu? Og ef ekki, eru þá aðrir kostir í stöðunni?“

Fundurinn fer fram í Lögbergi, stofu 101, frá klukkan 12 – 13.

Allir velkomnir.