Danir og Evrópusambandið

Staðsetning
Já salurinn
Skipholt 50a, 105 Reykjavík. ( Sjá kort )
febrúar 24, 2011
kl. 17:00:00 til 18:00:00.


Danir gengu í Evrópusambandið þegar árið 1973. Evrópumálin eru því daglegt brauð í dönsku þjóðlífi og stjórnmálum.

Danir hafa til dæmis fimm sinnum gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu um margvíslega þætti tengda Evrópusamvinnunni, síðast árið 2000 um evruna.

Erik Boel er formaður dönsku Evrópuhreyfingarinnar (Europabevægelsen). Hann hefur mikla reynslu og þekkingu á Evrópumálum og umræðunni í Danmörku og hvað er efst á baugi þar.

Erik Boel verður með innlegg í fundaröðinni Fróðleikur á fimmtudegi þann 24. febrúar kl. 17.

Fundurinn fer fram á ensku.  Að loknu erindi verða fyrirspurnir og umræður.

Að venju er fundurinn í salnum að Skipholti 50a, 2. hæð.