Timo Summa og stækkunarstefna ESB

Staðsetning

, .
mars 23, 2010
kl. 00:00:00 til 23:59:00.


Dr. Timo Summa er fyrst sendiherra ESB með aðsetur á Íslandi. Hann hefur starfað innan Evrópusambandsins síðan 1995 og hefur verið framkvæmdastjóri á sviði stækkunarmála síðan 2005.

Starfsferil sinn hóf hann í fræðasamfélaginu en hann er með doktorspróf í hagfræði. Hann starfaði um nokkurra ára skeið sem hagfræðingur á samtökum iðnrekanda í Finnlandi.

Á árunum 2007 til 2008 var hann við fræðastörf hjá Weatherhead Center of International Affairs við Harvard háskóla og gaf í framhaldinu út skýrsluna The European Union´s 5th Enlargement – Lessons Learned.

Hann hefur gefið út fjöldan allan af fræðigreinum og bókum.

Dr. Timo Summa fjallar um stækkunarstefnu ESB og aðildarferli Íslands á fundi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands þriðjudaginn 23. mars kl. 12 í stofu 201 í Árnagarði.