Er ESB friðarbandalag eða hernaðarbandalag?

Staðsetning
Kaffi Sólon
, 101 Reykjavík.
október 12, 2010
kl. 00:00:00 til 13:00:00.


Evrópuvakt Samfylkingarinnar stendur fyrir hádegisfundi á Kaffi Sólon á morgun, þriðjudaginn 12. október, milli kl. 12.00 og 13.00.

Þær Anna Pála Sverrisdóttir lögfræðingur og Halla Gunnarsdóttir aðstoðarmaður dómsmálaráðherra munu leitast við að svara spurningunni um það hvort  ESB sé stærsta friðarbandalagið eða hernaðarbandalag.

Þetta er þriðji hádegisfundur Evrópuvaktar Samfylkingarinnar á þessu hausti en dagskrá fundaraðarinnar er aðgengileg á vef flokksins. Þar má líka sjá stutt myndbrot þar sem Anna Pála gerir stuttlega grein fyrir sinni afstöðu til efnis fundarins á morgun.