Er Evrópusambandið fyndið?

Staðsetning
Kaffi Sólon
Bankastræti 12, 101 Reykjavík. ( Sjá kort )
febrúar 14, 2012
kl. 12:00:00 til 13:00:00.


Grínistarnir Bergur Ebbi Benediktsson og Ugla Egilsdóttir ætla að vera með uppistand um Evrópusambandið og velta fyrir sér þeirri spurningu hvort Evrópusambandið sé fyndið, á næsta hádegisfundi Evrópuvaktar Samfylkingarinnar á Kaffi Sólon þriðjudaginn 14. febrúar.

Fundurinn hefst kl. 12.00 og stendur í klukkustund. Fundarstjóri Gunnar Svavarsson.

Fundurinn verður sem fyrr haldinn á Kaffi Sólon (efri hæð) í Bankastræti frá kl. 12.00 til 13.00 og er öllum opinn. Fundarmenn eru hvattir til að taka þátt og láta í ljós sínar skoðanir og bera fram fyrirspurnir. Að vanda verður hádegisverðurinn á viðráðanlegu verði.