Er sagan að endurtaka sig?

Staðsetning
Kaffi Sólon
Bankastræti 7a, 101 Reykjavík. ( Sjá kort )
desember 7, 2010
kl. 12:00:00 til 13:00:00.


Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur og Torfi H. Tulinius miðaldafræðingur munu ræða sögulegar víddir Evrópuumræðunnar á hádegisfundi Evrópuvaktar Samfylkingarinnar á Kaffi Sólon þriðjudaginn 7. desember kl. 12.00.

Fundurinn ber yfirskriftina Endurtekur sagan sig? og stendur frá kl. 12.00-13.00.

Torfi hyggst leggja mat á hvort réttlætanlegt sé að bera hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu og saman við trúnaðareiða íslenskra höfðingja við Noregskonung frá því á árunum 1262 til 1264.

Guðmundur mun rifja upp að þau samtök sem síðar þróuðust í það verða Evrópusambandið hafi í raun verið stofnuð til að koma í veg fyrir að sagan endurtæki sig. Hann hyggst jafnframt leita sögulegra skýringa á því hvers vegna Íslendingar hafa jafnan verið tregir til að taka virkan þátt í Evrópusamstarfinu.

Hægt er að fá forsmekk af afstöðu Torfa til umræðuefnisins á vef Samfylkingarinnar.