ESB – áskoranir og tækifæri fyrir atvinnulífið

Staðsetning
Hilton Reykjavík Nordica
Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík. ( Sjá kort )
febrúar 24, 2011
kl. 13:00:00 til 18:00:00.


Íslenski þekkingardagurinn verður haldinn 24. febrúar 2011 á Hilton Reykjavík Nordica. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga heldur ráðstefnu um áhrif aðildar Íslands að Evrópusambandinu á atvinnumarkað og atvinnulíf á Íslandi. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins. Alþingi Íslands ákvað á síðasta ári að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu.  Mikið hefur verið fjallað um kosti og galla aðildar enda um afdrifaríka ákvörðun fyrir þjóðina að ræða.

Fróðlegt verður að fá innsýn inn í möguleg áhrif aðildar á kaupmátt, launaþróun og gerð kjarasamninga. Er ætlunin að meta þau áhrif í samhengi við ýmsa aðra þætti atvinnulífsins.

Frummælendur og þátttakendur í pallborði verða úr ýmsum áttum íslensks viðskiptalífs en meðal þeirra eru Örn Valdimarsson, formaður FVH, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda, María Bragadóttir, fjármálastjóri Iceland Healthcare, Hanna Katrín Friðriksson, yfirmaður viðskiptaþróunar Icepharma., Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur og Loftur Árnason, stjórnarformaður Ístaks. Í lok þekkingardagsins mun Forseti Íslands afhenda Þekkingarverðlaun FVH til þess fyrirtækis og einstaklings sem þykir hafa skarað fram úr.

Nánar um íslenska þekkingardaginn á vefsetri Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga