Evrópskir þjóðardýrlingar í Háskóla Íslands

Staðsetning
Háskólatorg
Suðurgata, 101 Reykjavík. ( Sjá kort )
október 1, 2010
kl. 00:00:00 til 13:00:00.


Á morgun föstudaginn 1. október heldur Jón Karl Helgason dósent við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, erindi um evrópska þjóðardýrlinga. En erindið er hluti af fundaröð Alþjóðamálastofnunnar Háskólans og verður fyrirlesturinn haldinn á Háskólatorg 103, frá kl. 12 til 13.

Á nýöld, ekki síst 19. öldinni, léku tilteknir evrópskir einstaklingar lykilhlutverk í að móta þjóðarvitund landa sinna, ýmist með afskiptum af stjórnmálum eða starfsemi á vettvangi menningar og lista. Í þessum hópi voru meðal annars málfræðingar, textafræðingar, þjóðfræðingar, ljóðskáld, rithöfundar, málarar og tónskáld. Eftir dauðann hafa margir þessara manna (konur heyrðu til undantekninga) verið teknir í eins konar dýrlingatölu í heimalöndum sínum og orðið að holdgerðum táknmyndum viðkomandi þjóðernis.

Jón Karl hefur skoðað félagslegt hlutverk þessara einstaklinga með hliðsjón af því hlutverki sem kóngafólk og dýrlingar hafa löngum leikið í Evrópu, en ekki síður í ljósi þeirrar félagslegu og pólitísku togstreitu sem oft skapast í kringum helgifestu þeirra

Allir velkomnir.