Evrópusambandið fyrir Ísland?

Staðsetning
Kaffi Sólon
Bankastræti 7a, 101 Reykjavík.
nóvember 9, 2010
kl. 12:00:00 til 13:00:00.


Þingkonurnar Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sjálfstæðisflokki, og Valgerður Bjarnadóttir, Samfylkingunni, eru frummælendur á hádegisfundi Evrópuvaktar Samfylkingarinnar á Kaffi Sólon á morgun, þriðjudaginn 9. nóvember, kl. 12.00.

Þær munu þar bregðast við spurningunni „Evrópusambandið fyrir Ísland?“, væntanlega hvor með sínum hætti.

Hádegisfundir Evrópuvaktar Samfylkingarinnar, sem eru haldnir annan hvern þriðjudag á Kaffi Sólon (efri hæð) í Bankastræti frá kl. 12.00 til 13.00, hafa verið vel sóttir undanfarnar vikur og iðulega skapast þar málefnalegar, athyglisverðar umræður.