Evrópusambandið og afleiðingar arabíska vorsins

Staðsetning
Háskóli Íslands, Lögberg 101
Suðurgata, 101 Reykjavík. ( Sjá kort )
febrúar 10, 2012
kl. 12:00:00 til 13:00:00.


Föstudaginn 10. febrúar stendur Alþjóðamálastofnun HÍ fyrir erindi um Evrópusambandið og afleiðingar arabíska vorsins. Það verður Jordi Vacquer i Fanés, forstöðumaður alþjóðamálastofnunarinnar í Barcelona sem flytur erindið.

„Sú bjartsýni sem ríkti innan ESB í kjölfarið hefur nú dofnað eftir kosningasigra flokka íslamista í Túnis, Egyptalandi og Marokkó. Ástandið er síður en svo stöðugt í Líbýu og Jemen og mótmælendur í Bahrein og Sýrlandi eru vægðalaust beittir ofbeldi. Óvissan um framtíðina er því mikil á þessum slóðum. Ári eftir fall Mubaraks er Evrópusambandið enn að reyna að átta sig á þeim breytingum sem orðið hafa í arabaheiminum. Nú þarf að grípa tækifærið og endurskoða stefnu sambandsins til þess að geta tekist á við þessar nýju áskoranir.“

Fundurinn fer fram í Lögbergi 101, milli klukkan 12 og 13 og eru allir velkomnir.

Erindið fer fram á ensku.