Íslenskir frumkvöðlar í Brussel

Staðsetning
Sterkara Ísland
Skipholt 50a, .
apríl 8, 2010
kl. 00:00:00 til 23:59:00.


Þá er komið að öðrum fundi í röðinni FRÓÐLEIKUR Á FIMMTUDEGI. Að venju hefst fundurinn kl. 17 og er að Skipholti 50a, 2. hæð. Að þessu sinni segir Svana Helen Björnsdóttir forstjóri Stika segir frá mjög fróðlegri heimsókn íslenskra frumkvöðla til höfuðstöðva ESB í Brussel í byrjun mars á þessu ári.

Við settum fundinn upp á fésbókinni, endilega staðfestið mætingu og bjóðið áhugasömum með.

Á fyrsta fundinum ræddi Ragnhildur Helgadóttir prófessor um fullveldið og aðild að ESB. Fundurinn var fjölsóttur og afar fróðlegur. Ragnhildur hefur fallist á að leyfa okkur að birta glærurnar sem hún studdist við á fundinum.

Þriðji fundurinn í röðinni verður svo 15. apríl þegar Árni Finnsson formaður Nátturuverndarsamtaka Íslands fjallar um tækifæri og ógnanir í umhverfismálum í tengslum við aðild að ESB.