Umhverfismál og ESB

Staðsetning
Sterkara Ísland
Skipholt 50a, .
apríl 15, 2010
kl. 00:00:00 til 23:59:00.


Þá er komið að þriðja fundi í röðinni FRÓÐLEIKUR Á FIMMTUDEGI. Að venju hefst fundurinn kl. 17 og er að Skipholti 50a, 2. hæð. Að þessu sinni ræðir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, um umhverfismál í tengslum við aðild Íslands að ESB. Hvaða tækfæri felast í aðild og hvaða ógnanir kann hún að hafa í för með sér.

Á síðasta fundi hélt Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika, erindi um heimsókn sína og hóps íslensks athafnafólks til Brussel. Ferðin var í boði Framkvæmdastjórnar ESB og var tilgangurinn að kynna hópnum ESB. Ferðasaga Svönu Helenar var fróðleg og greinilegt að í ferðinni var mikið undir þó eðlilega hafi ekki öllu verið gerð skil eða svarað til hlítar.

Fjórði fundurinn í röðinni verður svo 29. aprí og nefnist Uppbyggingarsjóðir, dreifbýlissjóðir og sjávarbyggðasjóðir. Það er Anna Margrét Guðjónsdóttir sem fjallar um samspil nokkurra uppbyggingarsjóða ESB og hvaða tækifæri gætu falist þar fyrir Ísland. Anna Margrét starfaði um nokurra ára skeið fyrir Samband ísl. sveitarfélaga í Brussel.