ESB og íslensk menning

Staðsetning
Sterkara Ísland
Skipholt 50a, .
maí 6, 2010
kl. 00:00:00 til 23:59:00.


Nú eru að baki nokkrir fundir í syrpunni okkar: Fróðleikur á fimmtudegi. Nú er komið að því að ræða um íslenska menningu og Evrópusambandið. Það gerir Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur. Fundurinn er á hefðbundnum stað og tíma: Skipholt 50a, 2. hæð. kl. 17.

Öll erindin sem hafa verið flutt hingað til hafa verið skemmtileg og fróðleg. Fundirnir er óformlegir og umræður oft fjörlegar. Síðast talaði Anna Margrét Guðjónsdóttir um uppbyggingarsjóði ESB og stefnu bandalagsins í svæðaþróun. Anna Margrét var í þrjú ár í Brussel á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga til þess að kynna sér þessi mál.

Félagsmenn Sterkara Íslands, velunnarar og áhugamenn um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru eindregið hvattir til þess að líta við hjá okkur í lok dags á fimmtudögum og fræðar um mikilvæga þætti þessa mikilvæga máls.

Hér eru linkar á glærur sem fyrirlesarar hafa stuðst við á fyrri fræðslufundum:

Ragnhildur Helgadóttir um fullveldið

Svana Helen Björnsdóttir um íslenska frumkvöðla í Brussel

Árni Finnsson um umhverfismál

Anna Margrét Guðjónsdóttir um uppbyggingarsjóði