Hittingur Evrópusinna í kvöld á B5

Staðsetning

Bankastræti 5, 101 Reykjavik. ( Sjá kort )
september 16, 2010
kl. 20:30:00 til 20:30:00.


Fjöldi félagsmanna hjá okkur í Sterkara Ísland hefur vaxið mjög hratt í sumar og nú er svo komið að á hverjum einasta fundi sem við höfum haldið í húsakynnum okkar frá því í vor hefur verið fullt út að dyrum.  Eftir hvern einasta fundi er mikil stemming og situr fólk oft lengi við spjall. Þess vegna ákváðum við að bregða út af vananum og halda okkar reglulega fimmtudagsfund á barnum B5 sem er öllu stærri en salurinn okkar og hafa í þetta sinn enga formlega dagskrá enda hafa Evrópusinnar um nóg að ræða sín á milli!

Við sem búum á höfuðborgarsvæðinu ætlum því að hittast á barnum B5 í Bankastræti kl. 20:30, í kvöld,  fimmtudaginn 16. september. Tilgangurinn er að hittast og spjalla og hafa gaman – engin formleg dagskrá.

Bjór og léttvín á tilboði á barnum!