Hvað getum við lært af Finnum?

Staðsetning
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands, 101 Reykjavík.
febrúar 4, 2011
kl. 00:00:00 til 13:00:00.


Alþjóðamálastofnun og Rannsóknasetur um smáríki standa fyrir fundaröð í vetur undir yfirskriftinni Evrópa: Samræður við fræðimenn.

Stofnunin hefur fengið til liðs við sig fjölmarga fræðimenn af ýmsum fræðasviðum sem kynna rannsóknir sínar um Ísland og Evrópu á vikulegum fundum í hádeginu á föstudögum.

„Hvað getur Ísland lært af reynslu Finna í byggðaþróun innan ESB?“ er titill á fyrirlestri sem Inga Dís Richter, MA í alþjóðasamskiptum frá HÍ, styrkþegi úr styrktarsjóði AMS og SI í Evrópufræðum, heldur í fundaröðinni 4. febrúar kl. 12.00. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu Alþjóðamálastofnunar.