Norðurheimskautið – Hlutverk Frakklands og Evrópu?

Staðsetning
Hátíðarsalur HÍ
Suðurgötu, 101 Reykjavík.
nóvember 30, 2010
kl. 00:00:00 til 13:00:00.


Fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands og nú sérlegur sendimaður Frakklandsforseta um málefni heimskautanna, flytur fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands mánudaginn 1. nóvember næstkomandi og hefst hann klukkan 12:00. Fyrirlesturinn er haldinn í boði forseta Íslands og í samvinnu við Háskóla Íslands. Heiti fyrirlestrarins er Towards an Arctic Governance: What role for France and Europe? Verður hann fluttur á ensku og er opinn almenningi.

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð forseta Íslands „Nýir straumar“ en ýmsir þekktir fræðimenn og forystumenn hafa á undanförnum árum tekið þátt í henni. Michel Rocard á að baki langan feril sem stjórnmálamaður. Hann var um tíma landbúnaðarráðherra og svo forsætisráðherra á árunum 1988-1991. Hann sat þrjú kjörtímabil á Evrópuþinginu og lét til sín taka í ýmsum málum, svo sem utanríkismálum, menntamálum og atvinnumálum.

Jón Atli Benediktsson aðstoðarrektor Háskóla Íslands mun stýra samkomunni á mánudaginn en forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson kynnir fyrirlesarann.

Sjá nánar í auglýsingu.