mars 7, 2011
kl. 17:00:00 til 18:30:00.
kl. 17:00:00 til 18:30:00.
Sjálfstæðir Evrópumenn boða til opins fundar um gjaldmiðils- og peningamál í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 7. mars klukkan 17.00. Fundurinn er í Bellatrix M1 01.
Krónan, bjargvættur eða bölvaldur?
Frummælendur hagfræðingarnir:
Illugi Gunnarsson alþingismaður
Gylfi Zoega prófessor
Þeir munu meðal annars koma inn á eftirfarandi spurningar:
Verður hægt að afnema höftin? Hvað tekur þá við?
Þurfa Íslendingar alltaf að búa við tuga prósenta sveiflur í gengi?
Hjálpar krónan okkur út úr kreppunni? Hver borgar brúsann?
Kemur einhliða upptaka erlends gjaldmiðils til greina?
Fundarstjóri: Hanna Katrín Friðriksson viðskiptafræðingur