Leið Finnlands inn í ESB

Staðsetning
Norræna húsið
Sturlugötu 5, 101 Reykjavík. ( Sjá kort )
september 13, 2011
kl. 00:00:00 til 23:59:00.


Antti Kuosmanen, sendiherra Finnlands hjá OECD og UNESCO, heldur fyrirlestur á vegum Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki í samstarfi við finnska sendiráðið og Norræna húsið, þriðjudaginn 13. september frá kl. 12:30 til 13:30 í fundarsal Norræna hússins.  Kuosmanen tók þátt í samningaviðræðum Finna við ESB 1993-1994 og starfaði seinna að ýmsum verkefnum innan sambandsins. Meðal annars var hann í samninganefnd ESB þegar ríki Austur-Evrópu, sem og Kýpur og Malta voru að semja um aðild. Árið 2001 gaf hann út bókina Leið Finna inn í Evrópusambandið og verður fyrirlestur tengdur efni þeirrar bókar.  Sendiherrarnir Sigríður Snævarr og Berglind Ásgeirsdóttir munu kynna Kuosmanen og stjórna umræðum.