Óttarr Proppé um Evrópusambandið

Staðsetning
kaffi Sólon
Bankastræti 7a, 101 Reykjavík. ( Sjá kort )
janúar 11, 2011
kl. 12:00:00 til 13:00:00.


Hádegisfundir Evrópuvaktar Samfylkingarinnar hefja göngu sína á nýjan leik á morgun, þriðjudaginn 11. janúar 2011.

Sem fyrr verða fundirnir á þriðjudögum á Kaffi Sólon í Bankastræti og standa frá kl. 12.00-13.00.

Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Óttarr Proppé munu á þessum fyrsta fundi á nýju ári ræða atvinnu- og Evrópumál frá sjónarhóli borgarinnar og sveitarfélaga.

Minna má á að Óttarr var meðal framsögumanna á afar líflegum fundi sem samtökina Sammála stóðu fyrir um Evrópumál skömmu fyrir síðustu þingkosningar en þar útskýrði hann með skýrum hætti hvernig jákvæð afstaða hans til ESB samræmdist bakgrunni og lífssýn hans sem pönkara.

Fróðlegt verður að heyra Óttar taka aftur til máls um þetta efni en í millitíðinni hefur hann sem kunnugt er hafið afskipti af stjórnmálum undir merkjum Besta flokksins.

Að loknum framsöguerindum á fundinum á morgun verða opnar umræður.