Pat Cox miðlar reynslu sinni

Staðsetning
Hátíðarsalur HÍ
Aragata, 101 Reykjavík.
október 20, 2010
kl. 13:00:00 til 14:00:00.


Ísland í ESB – að vera eða vera ekki – frjálst val sjálfstæðrar þjóðar
Iceland in EU – to be or not to be – the free choice of a sovereign people

Pat Cox er forseti European Movement International. Hann sat á írska þinginu 1989 – 1994 og síðar á Evrópuþinginu 1989-2004 þar sem hann var forseti 2002- -2004.  Hann stýrði já-hreyfingunni á Írlandi þegar Lissabon sáttmálinn var samþykktur.

Pat Cox er frábær ræðumaður og hefur mikla reynslu. Hann var sjónvarpsmaður á Írlandi og síðar þingmaður þar í landi. Þá var hann kosinn á Evrópuþingið sem einn af þingmönnum írsku þjóðarinnar.
Síðar varð hann æðsti embættismaður Evrópuþingsins þegar hann var kjörinn forseti þess. Pat Cox er nú formaður evrópsku Evrópusamtakanna – European Movement.

Pat Cox hefur mikla yfirsýn yfir stöðu smáríkis í Evrópusambandinu og gjörþekkir störf Evrópuþingsins.

Enginn ætti að láta Erindi Pat Cox fram hjá sér fara.

Erindið verður í hátíðarsal Háskóla Íslands  miðvikudaginn 20. október kl. 13.

Fundurinn er öllum opinn.

Eftir erindið verða fyrirspurnir og umræður.

Fundarstjóri er Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar HÍ