Háskólinn í Reykjavík / Bellatrix
Menntavegur 1, 101 Reykjavík.
kl. 11:00:00 til 11:00:00.
Það er mikill fengur að komu Joe Borg. Hann hefur víðtæka reynslu af samningum smáríkis um aðild að ESB og einnig reynslu af þátttöku smáríkis í ESB. Þá þekkir hann vel til þess hvernig kaupin gerast á eyrinni í samstarfinu í Brussel sem einn af æðstu embættismönnum ESB.
Joe Borg er tæplega sextugur lögfræðingur. Hann hefur kennt við Möltuháskóla og sinnt margvíslegum ráðgjafastörfum tengdum fyrirtækjalöggjöf. Hann hefur verið virkur í stjórnmálum á Möltu um árabil.
Joe Borg heldur erindi sitt í Háskólanum í Reykjavík, Öskjuhlíð, laugardaginn 25. september kl. 11 í salnum Bellatrix. Fundurinn er öllum opinn.
Eftir erindið verða fyrirspurnir og umræður.
Fundarstjóri er Svanborg Sigmarsdóttir, stjórnmálafræðingur.
Enginn áhugamaður um Evrópumál ætti að láta þetta erindi fram hjá sér fara.