Samstarfsáætlanir ESB kynntar

Staðsetning
Háskóli Íslands/Háskólatorg
Sæmundargata 4, 101 Reykjavík.
janúar 13, 2011
kl. 15:00:00 til 17:30:00.


haskolatorgEfnt verður til kynningar á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi á Háskólatorgi í Háskóla Íslands á morgun, fimmtudaginn 13. janúar, kl. 15-17:30.

Þar gefst færi á að hitta fulltrúa evrópskra samstarfsáætlana á Íslandi og kynna sér möguleika á styrkjum og samstarfi á öllum sviðum menntamála, rannsókna, vísinda, nýsköpunar, menningar og atvinnulífs.

Meðal þeirra áætlana sem kynntar verða eru 7. rammaáætlun ESB, Menntaáætlun Evrópusambandsins – Erasmus, Leonardo, Sokrates, Comenius og Grundtvig -, Evrópa unga fólksins, Media og Menningaráætlun ESB.

Fjöldi Íslendinga hefur notið styrkja úr þessum áætlunum á umliðnum árum, allt frá því að Ísland gerðist aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.