Sjálfstæðir Evrópumenn

Staðsetning
Þjóðmenningarhúsið
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík.
febrúar 12, 2010
kl. 16:30:00 til 17:45:00.


Stofnfundur fyrir félagið Sjálfstæðir Evrópumenn verður haldinn í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu föstudaginn 12. febrúar klukkan 16.30.

Tilgangur félagsins er að standa vörð um sjálfstæði Íslands, áframhaldandi samvinnu Íslands við vestrænar lýðræðisþjóðir og stuðla að efnahagslegum og pólitískum stöðugleika, trausti, einstaklings- og atvinnufrelsi og frjálsum viðskiptum. Til þess að ná þessum markmiðum vill félagið stuðla að hagstæðum samningi um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Fundurinn er opinn öllum þeim sem styðja tilgang félagsins.

Ávörp:
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður
Jónas Haralz, hagfræðingur
Katrín Helga Hallgrímsdóttir, lögfræðingur
Gunnar Þórðarson, fv. útgerðarmaður Ísarði

Fundarstjóri:
Ragnhildur Helgadóttir, fv. ráðherra