Sjávarútvegsstefna ESB og aðildarumsókn Íslands

Staðsetning
Sterkara Ísland
Skipholt 50a, 105 Reykjavík. ( Sjá kort )
janúar 27, 2011
kl. 17:00:00 til 18:00:00.


Fyrsti fundurinn í fundarröðinni fróðleikur á fimmtudegi verður fimmtudaginn 27. janúar. Frummælandi á fundinum verður Gunnar Þórðarson, viðskiptafræðingur og verkefnastjóri hjá Matís á Vestfjörðum. Gunnar mun í erindi sínu fjalla um sjávarútvegsstefnu ESB og aðildarumsókn Íslands.

Gunnar er með MS gráðu í rekstrarstjórnun frá H.A. og M.S. í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum á Bifröst. Hann hefur nánast allan sinn starfsferil starfað við sjávarútveg eða tengd störf hérlendis og erlendis.

Gunnar hefur mikinn áhuga á málefnum sjávarútvegs og tekið ríkan þátt í pólitískri umræðu um atvinnugreinina og hvernig megi hámarka ávinning þjóðarinnar af nýtingu auðlindarinnar. Hann telur að hægt sé að semja um sjávarútvegsmál við ESB, sem er forsenda inngöngu í sambandið. Ekki kemur til greina að fórna hagkvæmum sjávarútveg þjóðarinnar á altari inngöngu, enda mikilvægi hans fyrir íslenskt hagkerfi óumdeilt.

Fundurinn verður haldinn í fundarsal Sterkara Íslands í Skipholti 50a frá kl. 17.00  til 18.00. Gert er ráð fyrir að erindin taki 20-30 mín og síðan eru umræður og eru fundarmenn hvattir til að taka þátt í umræðunum.