Spurt og svarað á Ísafirði

Staðsetning
Edinborgarhúsið
Aðalstræti 7, 400 Ísafjörður.
október 23, 2010
kl. 00:00:00 til 14:00:00.


Loa spurtogsvaradSterkara Ísland heldur fund á Ísafirði í Edinborgarhúsinu kl. 12 laugardaginn 23. október.

Á fundinum gefst tækifæri til þess að spá í spilin og spyrja um hvaðeina í tengslum við aðildarviðræður og aðild að ESB.

Jón Steindór Valdimarsson formaður Sterkara Íslands verður til svara og með honum verða þau Arna Lára Jónsdóttir bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ og Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavík.

Á fundinum verður stofnaður undirhópur fyrir Sterkara Ísland á Ísafirði og nágrenni

Félagsmenn eru hvattir til þess að koma til fundarins og taka með sér gesti.

Boðið verður upp á súpu og brauð.