Var Ísland engu líkt?

Staðsetning
Háskóli Íslands/Lögberg/101
Sæmundargata 8, 101 Reykjavík. ( Sjá kort )
janúar 21, 2011
kl. 12:00:00 til 13:00:00.


Helgi Skúli Kjartansson, prófessor í sagnfræði við Menntvísindasvið Háskóla Íslands, flytur erindi í fundaröð Alþjóðamálastofnunar HÍ í dag, föstudaginn 21. janúar milli kl. 12 og 13 í stofu 101 í Lögbergi.

Fundaröðin ber heitið Samræður við fræðimenn.

Helgi Skúli nefnir erindi sitt Var Ísland engu líkt? – Hvaða útlönd gagnlegt er að bera saman við stjórnskipulega þróun Íslands á 19. öld.

Helgi Skúli fjallar um Ísland milli 1815 og 1914 og metur hvaða einingar það eru í Evrópu þess tíma sem gagnlegast er að bera Ísland saman við. Það hefur verið borið saman við Slésvík, Bretange og Írland, auk Nýfundnalands ef litið er út fyrir Evrópu. En hvaða aðrar hliðstæður kunna að vera sambærilegar við Ísland?

Helgi Skúli Kjartansson