Við þurfum að ræða Evrópusambandið

Staðsetning

, .
ágúst 21, 2019
kl. til .


Við þurfum að ræða um evrÓpusambandið(1)

Kæru félagar
Baráttan fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu er langhlaup sem krefst úthalds og seiglu.

Eins og þið hafið eflaust orðið vör við hefur umræðan um aðild Íslands að Evrópusambandinu, bæði hjá stjórnmálaflokkunum sjálfum og fjölmiðlum, verið lítil undanfarið. Því viljum við í stjórn Já Ísland breyta. Við viljum ræða kosti og galla aðildar Íslands að Evrópusambandinu með upplýsandi umfjöllun þannig að almenningur geri sér betur grein fyrir því hvað aðild felur í sér.

Fyrsta skrefið í þá átt er hádegisverðafundur sem haldinn verður á Grand hótel, þriðjudaginn 10. október milli 12:00 og 13:15, undir yfirskriftinni „Við þurfum að ræða Evrópusambandið – Hvar standa stjórnmálaflokkarnir?”. Kíktu í súpu og brauð með okkur og heyrðu hvað fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram í þessum alþingiskosningum hafa að segja um Evrópusambandið. Hlökkum til að sjá þig! Þetta er rétt að byrja!

Kv, Stjórn Já Ísland

Kvenréttindi og ESB

Staðsetning
Salur Já Ísland
Síðumúli 8, 108 Reykjavík.
febrúar 5, 2015
kl. 17:30:00 til 17:30:00.


Já Ísland boðar til fundar fimmtudaginn 5. apríl.

Á fundinum flytur Silja Bára Ómarsdóttir erindi:

Staða kvenna og kvenréttinda í Evrópusambandinu: Fæðingarorlof, kynjakvótar og jafnrétti.

silja_baraÍ erindinu ræðir Silja Bára nokkur verkefni á sviði jafnréttismála sem hafa staðið í Evrópusambandinu. Eru þetta atriði sem draga úr áhuga kvenna á ESB, eða bjóða þau upp á sóknarfæri fyrir femínista? Meðal þess sem tekið er fyrir er starf European Women’s Lobby og verkefni Jafnréttisstofnunar ESB og jafnréttisstarf í öðrum evrópskum stofnunum.

Silja Bára Ómarsdóttir er aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hún er alþjóðastjórnmálafræðingur að mennt og rannsakar m.a. áhrif femínisma á utanríkisstefnu og öryggismál. Hún hefur áður starfað hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og á Jafnréttisstofu, og setið í ýmsum stjórnum og nefndum á sviði jafnréttismála á Íslandi og erlendis.

Fundurinn er öllum opinn.

Unnt er að skrá sig hér á Facebook.

Undirskriftir afhentar 2. maí kl. 13 01.05.14

Föstudaginn 2. maí kl. 13 verður Alþingi afhent áskorun frá 53.555 kosningabæru fólki. Fyrir hönd Alþingis taka við áskoruninni forseti Alþingis ásamt formönnum þingflokka. Stutt athöfn verður í Skála, sem er anddyri að Alþingishúsinu.3. maí – samstöðufundur á Austurvelli 01.05.14

Sjöundi samstöðufundurinn á Austurvelli til þess að fylgja eftir með fullum þunga afhendingu áskorunar til Alþingis sem verður daginn áður. Undir hana skrifuðu 53.555 kosningabærir Íslendingar.Leggðu hönd á plóg 22.10.13

Barátta okkar kostar fé. Sem betur fer styðja margir við bakið á okkur en betur má ef duga skal. Ert þú aflögufær? Svona getur þú hjálpað:Málið snýst um þig 20.04.13

Já Ísland hefur gefið út nýjan bækling og sent til allra heimila landsins. Þar er farið yfir nokkur atriði sem snerta hag allra heimila. Kjósendur eru hvattir til þess að velta þessum atriðum fyrir sér þegar þeir ákveða hvað skal kjósa í Alþingiskosningunum. Stjórnmálamenn ættu líka að huga að vilja 61% kjósenda.Um hvað snýst málið? 21.02.13

Sjálfstæðir Evrópumenn gefið út bæklinginn Um hvað snýst málið? Lífsskoðun sjálfstæðismanna og Evrópusambandsaðild.