Alli Metal, grafískur hönnuður, er meðal þeirra sem segja JÁ Ísland. Hann nefnir nokkur ólík atriði sem hafa mótað afstöðu hans til aðildar Íslands að Evrópusambandinu: „Sem fjölskyldumaður sé ég hag í því að lækka þau útgjöld sem tengjast matarinnkaupum. Tölvunördinn í mér fagnar því líka að það verður trúlega auðveldara að kaupa tölvur og forrit á vefnum á skaplegra verði frá Evrópu. Þessu til viðbótar er það öllum til hagsbóta, og ekki síst unga fólkinu sem stígur sín fyrstu skref á íbúðarmarkaði, að hagstæðari lán komi til með að bjóðast.“