Holl og fjölbreytt matvara á hagstæðu verði er eitt stærsta hagsmunamál almennings.
Matvælaverð lækkar við inngöngu í Evrópusambandið.

Afnám tolla á landbúnaðarvörum leiðir til aukinnar samkeppni á matvörumarkaði.
Fólk í öðrum Evrópulöndum fær tækifæri til þess að njóta okkar góðu matvæla.

Í því felast mikil sóknarfæri fyrir íslenskan landbúnað og framsækin fyrirtæki.

Við munum njóta aukinnar fjölbreytni í íslenskum matvöruverslunum.
Auk okkar eigin framleiðslu getum við valið úr því besta sem evrópskar matvælahefðir bjóða.
Verð verður viðráðanlegra þegar tollar eru á bak og burt og samkeppnin blómstrar.

Kaupmáttur launa okkar eykst svo um munar.