Sterkara Ísland á Egilsstöðum

Staðsetning
ÞNA Vonarlandi Egilsstöðum
Tjarnarbraut 39a, 700 Egilsstaðir. ( Sjá kort )
janúar 20, 2011
kl. 20:00:00 til 22:00:00.


Sterkara Ísland boðar til fundar til þess að ræða Evrópumál og stofna til starfs innan vébanda samtakanna á Austurlandi.

Á fundinum gefst tækifæri til þess að spá í spilin og spyrja um hvaðeina í tengslum við aðildarviðræður og aðild að ESB.

Anna Margrét Guðjónsdóttir, sérfræðingur og stjórnarmaður í Sterkara Íslandi
–  Austurland í ESB – hvers má vænta?  –

Rannveig Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri Sagnabrunns
–  Tækifæri frumkvöðla á landsbyggðinni innan ESB  –

Hafliði Hafliðason, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Austurlands
–  Er austfirsk þekking útflutningsvara?  –

Í lok fundarins verður stofnaður undirhópur fyrir Sterkara Ísland á Austurlandi

Allir hvattir til að koma og taka með sér gesti.