Nýkjörinn formaður Sjálfstæðra Evrópumanna ávarpar stofnfundinn

Nýkjörinn formaður Sjálfstæðra Evrópumanna ávarpar stofnfundinn

Salurinn í Þjóðmenningarhúsinu dugði ekki fyrir allan þann fjölda sem sótti stofnfund Sjálfstæðra Evrópumanna í dag. Urðu margir að standa upp á endann í þann rúma klukkutíma sem fundurinn stóð.  Talsvert yfir 200 manns komu til fundarins og eru stofnfélagar um 200. 

Benedikt Jóhannesson var kjörinn fyrsti formaður hins nýja félags. Aðrir í stjórn voru kjörnir þessir:  til tveggja ára þau Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Pavel Bartoszek og Sigrún Ingibjörg Gísladóttir og til eins árs Halldór Halldórsson, Baldur Dýrfjörð og Hanna Katrín Friðriksson. 

Hér má sjá nokkrar myndir frá fundinum. 

Upptökur af ræðum af www.hjariveraldar.is.