Fundaröðin fróðleikur á fimmtudegi heldur áfram. Búið er að skipuleggja fundi næstu þrjá fimmtudaga. Að venju hefjast fundirnir kl. 17 og eru að Skipholti 50a, 2. hæð.

20. maí. Viðskiptastefna ESB – áhrif aðildar á viðskiptasamninga íslenska ríkisins. Aðalsteinn Leifsson, lektor við HR, fjallar ræðir um viðskiptastefnu Evrópusambandsins og hvaða áhrif aðild Íslands að sambandinu myndi hafa á viðskiptasamninga Íslands við önnur ríki.

27. maí. Launin – kaupmátturinn – réttindin. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, fjallar um aðild Íslands að Evrópusambandinu með hliðsjón af hagsmunum launafólks og áhrifum á starfskjör.

3. júní. Viðskiptaáætlun Íslands. Dr. Gísli Hjálmtýsson, framkvæmdastjóri Thule investments, fjallar um þróun íslensks atvinnulífs til framtíðar og hvernig aðild að ESB fara saman.