STERKARA ÍSLAND – þjóð meðal þjóða hleypir nú af stokkunum fundaröðinni FRÓÐLEIKUR Á FIMMTUDEGI. Fundirnir verða í Skipholti 50a og hefjast allir kl. 17. Þeir eru ætlaðir félagsmönnum og öðrum áhugasömum um aðild Íslands að ESB. Fundarefni og fyrirlesarar næstu fimmtudaga eru sem hér segir:

25. mars  – Ísland, Evrópusambandið og fullveldið

Ragnhildur Helgadóttir
prófessor  fjallar um fullveldi Íslands og aðild að ESB. Ragnhildur er einn mesti fræðimaður landsins á þessu sviði og er formaður samningshóps Íslands við Evrópusambandið um dóms- og innanríkismál.
———–

8. apríl – Íslenskir frumkvöðlar ræða við ESB

Svana Helen Björnsdóttir forstjóri Stika segir frá mjög fróðlegri heimsókn íslenskra frumkvöðla til höfuðstöðva ESB í Brussel  í mars.

———–

15. apríl – Umhverfismálin og ESB

Árni Finnsson formaður Nátturuverndarsamtaka Íslands fjallar um tækifæri og ógnanir í umhverfismálum í tengslum við aðild að ESB.

———–

29. apríl  – Uppbyggingarsjóðir, dreifbýlissjóðir og sjávarbyggðasjóðir ESB

Anna Margrét Guðjónsdóttir fjallar um samspil nokkurra uppbyggingarsjóða ESB og hvaða tækifæri gætu falist þar fyrir Ísland.
———–

6. maí  – Íslensk menning og Evrópusambandið

Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur ræðir um íslenska menningu og aðild að ESB.
———–