Þýski þingmaðurinn Franz Thönnes átti fund með nokkrum félögum STERKARA ÍSLANDS í dag í Skipholtinu. Thönnes á sæti í utanríkismálanefnd þýska sambandsþingsins (Bundestag). Hann er hér á ferð til þess að kynna sér stöðu mála á Íslandi, einkum viðhorf þeirra til aðildar að Evrópusambandinu. Hann á fundi með ýmsum hagsmunaaðilum, auk stjórnvalda.

Fundurinn var gagnlegir og fróðlegur. Hlutverk þýska þingsins hefur aukist eftir nýlegan úrskurð þýska stjórnlagadómstólsins vegna Lissabon-sáttmálans. Þýska þingið fær samkvæmt honum aukið hlutverk í mótun afstöðu Þýskalands í tengslum við aðild nýrra landa að Evrópusambandinu. Ísland og umsókn þess er fyrsta málið sem þýska þingið fjallar um eftir úrskurð stjórnlagadómstólsins.

Thönnes fór beint frá STERKARA ÍSLANDI á fund með fulltrúum Heimssýnar.