Christian Dan Preda heimsótti STERKARA ÍSLAND í dag. Hann er Rúmeni og er þingmaður á Evrópuþinginu. Christian Dan Preda á sæti í utanríkismálanefnd Evrópuþingsins og er hingað kominn vegna þess að hann er að undirbúa skýrslu fyrir nefndina um umsókn Íslands. Hann reiknar með að hún verði lögð fyrir í næstu viku. 

Christian Dan Preda á fundi með fjölmörgum aðilum í heimsókn sinni en tilgangur hans er að fá sem besta heildarmynd af stöðu mála hér á landi í tengslum við umsókn Íslands. 

Í máli hans kom skýrt fram að Ísland er velkomið og að á Evrópuþinginu verði hann ekki var við annað en umsókninni sé mætt af velvilja. Hann taldi af og frá að Ísland þyrfti að óttast áhrifaleysi og það gæfi alls ekki rétta mynd af áhrifum að horfa einungis til þingmannafjölda hvers í ríkis. Í fyrsta lagi starfaði Evrópuþingið fyrst og fremst eftir pólitísku litrófi óháð því hvaðan þingmenn kæmu. Í öðru lagi væri ávallt reynt að leita eins breiðrar samstöðu og unnt væri og taka tillit til sjónarmiða. Þá væri það þannig að ef ríki hefðu mikla hagsmuni í tilteknum málum sæktust þingmenn þess eftir því að taka þátt í störfum þeirra nefnda sem um þau fjölluðu. Nefndi hann sem dæmi að Kýpur einbeitti sér mjög að utanríkismálum vegna sérstöðu þeirra gagnvart Tyrklandi. 

Christian Dan Preda reiknaði með jákvæðri umfjöllun og umsögn Evrópuþingsins um aðildarumsókn Íslands. Vissulega væri rætt um umsóknina frá sjónarhóli Evrópusambandsin og menn veltu því fyrir sér hvaða jákvæðu og neikvæðu áhrif gætu fylgt, rétt eins og Íslendingar velta áhrifum aðildarinnar á Ísland og íslenska hagsmuni fyrir sér.