Jóla- pubquiz og Helga Möller á skemmtikvöldi evrópusinna

Staðsetning
Sólon Ísland
Bankastræti 7a, 101 Reykjavík. ( Sjá kort )
nóvember 24, 2011
kl. 20:30:00 til 23:00:00.


Á fimmtudaginn næsta þann 24. nóvember ætla Evrópusinnar að halda jólapubquiz á Kaffi Sólon 2. hæð – enda fyrsti í aðventu rétt handan við hornið. Spurningar eru um allt á milli jóla og Evrópu og er bjórkassi í vinning.

Ske-maðurinn frækni og þingmaðurinn óháði Guðmundur Steingrímsson verður spyrill.

Til að hita okkur upp fyrir jólin kemur hin eina sanna drottning jólalaganna Helga Möller og syngur fyrir okkur nokkur lög. Hér má sjá viðburðinn á Facebook.

Sem sagt, jólapubquiz, Helga Möller, jólabjór, piparkökur og evrópusinnar.

Getur hreinlega ekki klikkað.

Bjór á tilboði!

Allir Evrópusinnar velkomnir.

Sjáumst.

Nefndin

Upphitnun: