Náttúruauðlindir og ESB

Staðsetning
Já Ísland - fundarsalur
Skipholt 50a, 105 Reykjavík.
mars 17, 2011
kl. 17:00:00 til 18:30:00.


Hvað breytist í stjórn og yfirráðum náttúruauðlinda á Íslandi verði gengið í Evrópusambandið?

Hvað með jarðvarmann, fallvötnin, olíuna ef hún finnst, og fiskinn? Missum við yfirráðin eða breytist lítið sem ekkert?

Þessar spurningar eru mikilvægar.

Aðalsteinn Leifsson, lektor við HR, ætlar að velta þeim fyrir sér á einum fyrirlestranna í fundaröðinni okkar: Fróðleikur á fimmtudegi.

Aðalsteinn mun meðal annars koma inn á eftirfarandi spurningar.

Halda Íslendingar yfirráðum yfir auðlindum sínum með aðild að ESB?

Höldum við forræðinu yfir fiskimiðunum landsins?

Hverjar eru líkurnar á að við náum samningi sem tryggir hagsmuni okkar til frambúaðar.

Hvers konar samningsmarkmið eigum við að setja okkur varðandi sjávarútvegsmálin?

Allir velkomnir.