Skapandi greinar og Evrópusambandið – dansa þau tangó?

Staðsetning
Já Ísland - fundarsalur
Skipholt 50a, 105 Reykjavík. ( Sjá kort )
september 29, 2011
kl. 20:00:00 til 21:30:00.


Fróðleikur á fimmtudegi:

Skapandi greinar og Evrópusambandið – dansa þau tangó?

Hilmar Sigurðsson, einn stofnandi og núverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins CAOZ sem sérhæfir sig í tölvuleikjamyndagerð, heldur fyrirlestur á fundi Já Íslands um áhrif aðildar að Evrópusambandinu fyrir skapandi greinar.

Hilmar hefur að baki yfir 20 ára reynslu sem hönnunar- og framkvæmdastjóri í fyrirtækjum innan skapandi greina. Eftir nám í grafískri hönnun í Bandaríkjunum og í kjölfarið vinnu á auglýsingastofum í Reykjavík, stofnaði hann og stýrði eigin stofu í félagi við aðra í fimm ár. Árið 1995 söðlaði hann um og flutti til Mílanó á Ítalíu þar sem hann var hönnunarstjóri á alþjóðlegri auglýsingastofu í tvö ár. Leiðin lá þaðan til Kaupmannahafnar þar sem hann var einn stofnenda, hönnunar-og framkvæmdastjóri netfyrirtækis sem óx frá fjórum starfsmönnum í 120 á þeim rúmum þremur árum sem Hilmar vann hjá fyrirtækinu. Hilmar flutti aftur til Íslands til að leiða stofnun CAOZ í árslok 2000.

Fundastjóri fundarins er Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir sem er verkfræðingur að mennt en hún starfar sem framleiðandi hjá CCP og er einnig formaður félags tölvuleikjaframleiðenda.

Fundurinn hefst klukkan 20.00

Atburðurinn á Facebook.

Allir velkomnir!