Staða þjóðríkisins og fullveldið

Staðsetning
Já Ísland - fundarsalur
Skipholt 50a, 105 Reykjavík. ( Sjá kort )
apríl 14, 2011
kl. 17:00:00 til 18:30:00.


Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og Eiríkur Bergmann, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst fjalla um fullveldið og stöðu þjóðríkisins á fimmtudagsfundi hjá Já Ísland í þessari viku.

Báðir hafa þeir rannsakað þessa þætti og fjallað um í ræðu og riti. Spurningar tengdar fullveldi og þjóðríkinu eru eðlilegar þegar rætt er um aðild Íslands að alþjóðasamstarfi á borð við það sem er innan ESB. Fundurinn er haldinn í húsnæði Já Íslands Skipholti 50a og hefst kl. 17.00.