Sterkara Ísland hélt fund á Austurlandi og var hann vel sóttur og tókst í alla staði vel. Elvar Örn Arason, framkvæmdastjóri Sterkara Íslands, flutti inngangserindi en að því loknu töluðu þau Rannveig Þórhallsdóttir framkvæmdastjóri Sagnabrunns og Hafliði Hafliðasons framkvæmdastjóri Þróunarfélags Austurlands.

Rannveig fjallaði um tækifæri frumkvöðla á landsbyggðinni innan ESB og Hafliði fjallaði um austfirska þekkingu sem útflutningsvöru. Fjörugar umræður urðu á fundinum. Í lok hans var ákveðið að stofna undirhóp Sterkara Íslands á Austurlandi. Í stjórn voru valin þau: Jóhann Hjalti Þorsteinsson, formaður stjórnar, Rannveig Þórhallsdóttir, Guðmundur Tuliníus, Björgvin Valur Guðmundsson og Stefanía G. Kristinsdóttir,