Formenn ungliðahreyfinganna sem berjast fyrir og gegn aðild Íslands að ESB munu mætast í þættinum Nei eða já í kvöld.

Heimir Hannesson talar fyrir hönd ungra evrópusinna og Stefnir Húnir Kristjánsson talar fyrir hönd  Ísafoldar, félags ungs fólks gegn ESB aðild.

Umsjónarmenn þáttarins eru Elvar Örn Arason og Jón Baldur Lorange. Þátturinn hefst kl. 17 í kvöld.