Diana Wallis tók hús á okkur í Sterkara Ísland í dag og fræddi okkur um sitt starf á Evrópuþinginu, reynslu Finna, Svía, Breta og fleiri nágrannaþjóða af inngöngu í sambandið. Hún tók fjölmörg dæmi um það hvernig öflugir einstaklingar geta haft áhrif í mikilvægum málum og hún var meðal annars í nefndinni sem kom í veg fyrir að netþjónustur gætu lokað á fólk sökum gruns um ólöglegt niðurhal án dóms og laga. Við áttum líka ágætis spjall við hana um netlýðræði og önnur áhugamál hennar. Hún gaf svo færi á að taka upp smá baráttukveðju til okkar sem erum sammála.