Agnes Fríða Gunnlaugsdóttir

leikskoli

Nafn: Agnes Fríða Gunnlaugsdóttir

Aldur: 26 ára

Starf: Deildarstjóri á leikskóla

Hvar færð þú helst upplýsingar um Evrópusambandið? Aðallega á internetinu, á íslenskum og erlendum vefsíðum.

Hvernig finnst þér umræðan um Evrópusambandið í samfélaginu? Mér finnst hún oft einkennast af óupplýstri umræðu og hræðsluáróðri.

Telurðu hagsmunum Íslands betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins? Ég held að hagsmunum Íslands sé betur borgið innan Evrópusambandsins.

Hvaða kosti sérðu við inngöngu Íslands í Evrópusambandið fyrir Íslendinga? Helstu kostir sem ég sé við inngöngu Íslands í Evrópusambandið eru t.d. niðurfelling tolla sem mun skila sér í lægra matvælaverði og auknum atvinnutækifærum. Lægri vextir á íbúðarlánum er einnig kostur við ESB aðild. Jafnréttisstefna ESB finnst mér einnig mjög heillandi.

Uppáhalds: 

Borg í Evrópu: Amsterdam

Eurovisionlag: Hard Rock Hallelujah með Lordi :)

Knattspyrnulandslið í Evrópu (með hverjum heldurðu á EM?): Spánn

 

Um vaxtamuninn á Íslandi og í ESB er hægt að lesa hér, hér og hér.  Þá býður Já Ísland almenningi að skoða samanburðinn á því hvað það kostar að taka húsnæðislán á Íslandi og hvað það kostar í Evruríki. Smelltu hér til þess að reikna þitt lán.