Arnar Birgisson

solumadur

Nafn: Arnar Birgisson

Aldur: 47 ára

Starf: Sölumaður

Hvar færð þú helst upplýsingar um Evrópusambandið? Í gegnum fjölmiða.

Hvernig finnst þér umræðan um Evrópusambandið í samfélaginu? Allt of mikil heift og ómálefnaleg umræða.

Telurðu hagsmunum Íslands betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins? Tel að það sé innan þess en ég vil sjá hvað er í boði og meta út frá því.

Hvaða kosti sérðu við inngöngu Íslands í Evrópusambandið fyrir Íslendinga? Helsti kosturinn sem ég sé er að vextir munu snarlækka með nýjum gjaldmiðli og matarverð mun einnig lækka töluvert að mínu mati. Verðtrygging neytandalána mun hverfa sem er lykilatriði. Stöðuleiki í efnahagslífinu mun aukast mikið og svo mun Seðlabanki Evrópu vera okkar bakhjarl sem er mjög sterkt fyrir okkur.

Uppáhalds:

Borg í Evrópu:  París er æði :)

Eurovisionlag: Ekkert sérstakt lag en keppnin er ágæt fjölskylduskemmtun :)

Knattspyrnulandslið í Evrópu (með hverjum heldurðu á EM?): England og Danmörk

 

Kaflinn um landbúnaðarmál hefur ekki verið opnaður í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Þá hafa samningsmarkmið Íslands ekki verið lögð fram. Nýlega skýrslu um stöðu íslensk landbúnaðar gagnvart aðild að ESB er hægt að lesa hér. Þá má lesa um landbúnaðinn og fá svör við hinum ýmsu spurningum um landbúnaðinn á Evrópuvefnum.