Edda Aradóttir

verslunarkona

Nafn: Edda Aradóttir

Aldur: 44 ára

Starf: Verslunarkona

Hvar færð þú helst upplýsingar um Evrópusambandið? Hjá Já Ísland og í fjölmiðlum.

Hvernig finnst þér umræðan um Evrópusambandið í samfélaginu? Frekar neikvæð, mér finnst að fólk eigi að mynda sér skoðanir á eigin forsendum.

Telurðu hagsmunum Íslands betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins? Að sjálfsögðu innan Evrópusambandsins.

Hvaða kosti sérðu við inngöngu Íslands í Evrópusambandið fyrir Íslendinga?

Að matvælaverð lækki með afnámi tolla. Með auknum innflutningi á matvælum fáum við lægra matvælaverð og meira úrval og getum því valið um erlendar eða íslenskar vörur, en ég vil geta valið eftir því sem pyngjan leyfir :) Annað sem ég sé sem kost við inngöngu í ESB er að við losnum við verðtrygginguna.

Uppáhalds:

Borg í Evrópu: Edinborg og Dublin

Eurovisionlag: Gleðibankinn (því þá verður maður svo glaður)

Knattspyrnulandslið í Evrópu (með hverjum heldurðu á EM?): Horfi ekki á fótbota, bara íslenska landsliðið í handbolta.

 

Betri kjör fyrir heimilin í landinu með aðild að Evrópusambandinu skilar sér meðal annars í lægra matvælaverði og lægri vöxtum. Þá mun sá gríðarlegi kostnaður sem heimilin í landinu bera af krónunni heyra sögunni til.